Ég hef alla tíð verið mikil listaaðdáandi en ég sé þegar ég lít til baka yfir þær greinar sem hafa verið birtar hér í Bókaskápnum að það er nærri alger skortur á listum. Nú færir Bókaskápurinn ykkur, lesendur góðir, glænýjan lista yfir þá kvenrithöfunda sem hafa oftast fengið sögur sínar settar á hvíta tjaldið.

1 christie

  1. Agatha Christie  — 45 kvikmyndir eru byggðar á bókum hennar. 
    Glæpadrottning allra tíma hefur skrifað meira en 80 bækur og 45 kvikmyndir eru byggðar á sögum hennar. (Tilkynnt hefur verið um þrjár kvikmyndir að auki sem eru í undirbúningi.) And Then There Were None er sú bók sem oftast hefur verið kvikmynduð eða sjö sinnum.2 Patricia-Highsmith
  2. Patricia Highsmith – 20 kvikmyndir eru byggðar á bókum hennar. 
    Patricia Highsmith, bandaríski höfundurinn, er fædd árið 1921. Sjálfur Alfred Hitchcook gerði kvikmynd eftir fyrstu bók hennar, Strangers on a Train. En þekktust er hún fyrir fimm bækur sínar um Tom Ripley og kvikmyndina sem byggð er á þeirri fyrstu, The Talented Mr. Ripley.3 daphne
  3. Daphne du Maurier – 14 kvikmyndir eru byggðar á bókum hennar. 
    Í þriðja sæti er drottning hinna gotnesku spennubóka, Daphne du Maurier. 14 kvikmyndir eru byggðar á sögum hennar. Daphne er sennilega helst minnst fyrir kvikmyndina/bókina Rebecca sem ýmist er hægt að horfa á sem sálfræðitrylli um þær hættur sem geta fylgt hjónabandi, sem ástarsögu, eða sem sögu um innilokaðar lesbískar kenndir. Að auki er hún þekkt fyrir að hafa skrifað söguna sem kvikmynd  Hitchcocks, The Birds byggir á.4.
  4. Barónessa Emma Orczy — 14 kvikmyndir eru byggðar á bókum hennar. 
    Barónessan Emma Orczy er höfundur sagnanna um Scarlet Pimpernel, njósnarann sem var fræg fyrir að bjarga frönskum aðalsmönnum úr klóm byltingarmanna. Kvikmyndirnar 14 voru þöglar.5 ruth-rendell-cr-jerry-bauer1
  5.  Ruth Rendell— 9 kvikmyndir eru byggðar á bókum hennar.
    Ruth Rendell, sem líka skrifaði undir skáldanafninu Barbara Vine, var mjög vinsæl á á árunum 1980 og fram undir aldarmót.  Hún dómíneraði metsölulista en nú virðist hún næstum gleymd. Það var fyrst og fremst franski leikstjórinn Claude Chabrol sem aðlagaði bækur hennar að kvikmyndamiðlinum. Frægust er þó kvikmynd Pedro Almodóvar, Live Flesh sem er byggð á sögu Ruth.