Japanski hlaupagarpurinn og rithöfundurinn Murakami hefur nú hafið samstarf við tískufyrirtækið Uniqlo. Nú verða framleiddir 8 mismunandi stuttermabolir í nafni Murakamis og hefst salan á þeim um miðjan mars. Á bolina eru prentaðar myndir af uppáhaldshlutum Murakamis, til dæmis köttum, fuglum, vínilplötum og karlmönnum sitjandi við barborð.