Norski rithöfundurinn Erlend Loe þótti óvenju fyndinn höfundur þegar hann sendi frá sér bækurnar Ofurnæfur (sem Þórarinn Eldjárn þýddi svo vel á íslensku) og Maður og elgur sem kom út árið 2007 hjá neonklúbbi Bjarts í fyrirtaks þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Síðustu þrettán ár hafa ekki komið út bækur eftir norðmanninn á Íslandi. Sumum finnst líka hafa hallað mjög undan fæti hjá fyndna skáldinu og botninum hafi verið náð í fyrrahaust með bókinni Helvíti sem fékk hraklega útreið gagnrýnanda. Bókin safnaði stórum haug af hauskúpum.

Flestir landar hans voru smám saman farnir að afskrifa skáldið en svo gerðist það í gær (þann 20. apríl) að hann sló aftur í gegn í heimalandi sínu og nú á Twitter þar sem hann skrifaði
Æ oftar grunar mig að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé fjarstýrður, hakkaður af mjög snjallri manneskju með yndislega sjúkan húmor, sem veit samt ekki hvenær nóg er komið.“
Erlend Loe fékk metfjölda likes. Allt á uppleið hjá Loe