Á næstu dögum birtist hér í bókaskápnum ljósmyndasería sem Einar Falur Ingólfsson hefur tekið síðustu ár af bókaskápum rithöfunda. Myndirnar eru teknar á löngu tímabili, allt frá árinu 2006 og eru sumir rithöfundanna fluttir og eiga ekki lengur bókaskápanna sem eru á myndunum, aðrir eru látnir, en sumar myndir eru af virkum bókaskápum.

Fyrsta myndin sem við birtum hér er af bókaskáp rithöfundarins Gyrðis Elíassonar sem fyrir nokkrum vikum sendi frá sér skáldsöguna Sorgarmarsinn.

Auglýsingar